Unnið er eftir lögum persónuverndar með öryggi og velferð þjónustuþega í öndvegi

Börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs rétt eins og fullorðið fólk. Þessi réttur er tryggður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnaskránni og persónuverndarlögum.

Því er viðeigandi meðferð og öryggi persónuupplýsinga tryggðar hjá Einingu sérfræðiþjónustu gagnvart börnum jafnt sem foreldrum meðal annars með þagnarskyldu og trúnaði.

Meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar „gullnu reglurnar“ eru hafðar að leiðarljósi  við gagnaöflun og meðhöndlun persónuupplýsinga:

  • Sanngirnisreglan

    Sanngirnisreglan lýtur fyrst og fremst að réttindum einstaklinga, t.d. upplýsingarétti þeirra og aðgangsrétti.

  • Tilgangsreglan

    Tilgangsreglan lýtur fyrst og fremst að því hvenær skuli vinna persónuupplýsingar. Öll vinnsla verður að hafa skýran tilgang.

  • Meðalhófsreglan

    Meðalhófsreglan felur í sér að ekki verður unnið með meiri persónuupplýsingar en þörf er á.

  • Áreiðanleikareglan

    Áreiðanleikareglan felur í sér að persónuupplýsingar skuli vera réttar.

  • Varðveislureglan

    Varðveislureglan felur í sér að eyða persónuupplýsingum þegar þeirra er ekki lengur þörf vegna tilgangsins.

  • Öryggisreglan

    Öryggisreglan lýtur að því að tryggja öryggi persónuupplýsinga í hvívetna.

Persónuvernd, meginreglur persónuverndarlögjafarinnar