Þjónustan og markmið

Hegðunarerfiðleikar barna birtast á ýmsa vegu eins og til að mynda við að fylgja reglum, vinna verkefni og í vináttusamböndum. Þessi hegðun getur stafað af undirliggjandi orsökum eins og kvíða, námserfiðleikum, ADHD eða öðrum röskunum. Að vera foreldri sem horfir upp á barnið sitt eiga í erfiðleikum í skólaumhverfinu getur verið yfirþyrmandi og valdið álagi og mikilli streitu. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þið eruð ekki ein; margar fjölskyldur standa frammi fyrir svipuðum áskorunum. Að viðurkenna erfiðleikana er fyrsta skrefið í átt að því að finna árangursríkan stuðning.

Eining sérfræðiþjónusta, fyrir foreldra skólabarna, Effs, veitir þjónustu um allt land. Þjónustan veitir foreldrum barna sem eiga við hegðunaráskoranir að stríða eða eiga erfitt uppdráttar í skóla, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, aðstoð við að greina þjónustuþarfir barnsins, náms- og félagslega. Út frá þarfagreiningu eru útbúnar gagnreyndar stuðningsáætlanir fyrir heimili og skóla. Einnig mæti ég á skólafundi með foreldrum óski þeir eftir því. Þar er lögð áhersla á að finna heildstæða lausn á erfiðleikum barnsins með hliðsjón af fyrirliggjandi þarfagreiningu og stuðningsáætlun ásamt sýn skólafulltrúa. Foreldrar hafa síðan aðganga að þjónustu í allt að fjóra mánuði.

Markmiðið er að skapa ró og stöðugleika í umhverfi barnsins með farsæld og velgengni þess að leiðarljósi.

Þríþætt eða einþætt þjónusta

  • Þríþætt þjónusta bíður upp á þarfagreiningu og ráðgjöf, fundarsetu í skóla og eftirfylgd í allt að fjóra mánuði.

  • Einþætt þjónustu bíður upp á þarfagreiningu og ráðgjöf.

Þarfagreining og ráðgjöf

Ég þarfagreini þjónustuþarfir barnsins í samvinnu við foreldra og barn ef við á. Skoðað er hvaða innri og ytri þættir í skólaumhverfinu og heima valda hegðunaráskorun eða erfiðleikum hjá barninu. Útbúin er stuðningsáætlun sem miðar að því að mæta þörfum barnsins, draga úr hættu á ómarkvissum stuðningi og minnka þannig álag og streitu hjá barni, foreldrum og skóla.

Fundarseta í skóla

Ég sit skólafundi ef foreldrar óska eftir því. Þar er fyrirliggjandi þarfagreining og stuðningsáætlun borin saman við sýn skólafulltrúa á erfiðleika og þarfir barnsins og stuðlað að sameiginlegum heildarlausnum í skólaumhverfinu. 

Eftirfylgd

Ég fylgi máli eftir með því að veita foreldrum ótakmarkaðan aðgang að þjónustunni í allt að fjóra mánuði til að tryggja sem bestan árangur. Farið er yfir framgang mála, á netinu, símleiðis eða með fundarsetu, og bætt úr ef þurfa þykir.

Frekari upplýsingar/kynning

Skoðum í sameiningu, án gjalds eða skuldbindinga, hvort þjónusta effs hentar ykkur

+354 6947145

sigga@effs.is

Verð á þjónustu

Þríþætt þjónusta – þarfagreining og ráðgjöf, fundarseta og eftirfylgd

52.000,- / 64.000,-

Einþætt þjónusta – þarfagreining og ráðgjöf

25.000,- / 34.000,-

Ef óskað er eftir fundarsetu og eftirfylgd eftir einþætta þjónustu

36.000,-